Færsluflokkur: Bloggar

Landspítalinn Þjóðarskömm

Góð grein hjá Sigurði Guðmundssyni fyrrverandi landlækni og góð lýsing á ástandinu á Landspítalanum og alm heilbrigðiskerfinu. Það var alveg ótrúlegt að hlusta á formenn sumra stjórnmálaflokkanna úttala sig um byggingu nýs landspítala í gærkvöldi. Menn(og konur) töluðu um að færa spitalana til fólksins og ekki byggja etthvert CENTRALISERAÐ RISAHÁTÆKNISJÚKRAHÚS. Vita þeir ekki að við rekum þegar "hátæknisjúkrahús" í 2 ónýtum og mjög svo óhagstæðum húsakynnum sem eru stórskemmd af leka og myglu og margar byggingarnar búnar að þjóna sínum tilgangi. Það er þegar búið að minnka áætlaða byggingar mjög mikið og í raun aðeins verið að koma mest aðkallandi starfseminni í eitt hús "kreppuútgáfan". Sem mun spara peninga í vaktalínum, en launakostnaður er stærsti kostnaður heilbrigðiskerfisins. Heldur þetta fólk virkilega i alvöru að við höfum efni á að reka mörg hátæknisjúkrahús hér og þar út um landið og að það verði ódýrara. Við erum ekki nema 300 þúsund landsmenn og getum ekki haldið úti fullri sérfræðiþjónustu þannig að Landspítalinn er hátæknisjúkrahús allra landsmanna og þarf að byggja strax. Það þarf einnig að endurnýja tækjabúnað og hlúa að heilbrigðiskerfinu í heild bæði hér á höfuðborgarsvæðinu og úti á landi en það má ekki setja byggingu Landspítala sem eitthvað mótvægi við það. Ég held að fæst okkar vilji fara 50-70 ár aftur í tímann með enga "hátækni" en þá dóu bara þeir sem fengu stór hjartaáföll var ekki hægt að kransæðaþræða, opna æðar eða fara í hjartaðgerðir. Hvað þá hjálpa fólki með hjartapumpum, nýrnavélum eða þess háttar og engar gjörgæsludeildir eins og þær eru í dag, svo ég nefni bara lítinn hluta af "hátækninni". Á þeim tíma var minni munur á sjúkrahúsunum úti á landi og á höfuðborgarsvæðinu því sérhæfingin var ekki orðin eins mikil. Í dag eru samgöngur sem betur fer mikið betri víðast hvar þótt ennþá vanti töluvert uppá og þurfi að bæta, og flestir komast innan viðunandi tímamarka í þá hátækniþjónustu sem Landspítalinn veitir. Það þurfa aftur á móti ekki allir á þeirri "hátækni" að halda og nýtast því landbyggðarsjúkrahúsin vel fyrir þá starfsemi sem hægt er að veita á hverjum stað. Og það á að sjálfsögðu að halda við þeirri stafsemi sem er hagkvæm. Margir eru að setja byggingu nýs Landspítala sem eitthverja hótun við aðra heilbrigðisþjónustu, en Landspítalinn er spítalinn okkar allra og þarf að komast í nýtt húsnæði vegna sjúklinga, nýrrar tækni og starfsfólks og það verður að létta á heljargreip sparnaðar svo hægt sé að endurnýja tæki og veita sjúklingum viðeigandi þjónustu með öflugu starfsfólki í almennilegu húsnnæði

mbl.is „Einfaldlega þjóðarskömm“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband