Færsluflokkur: Dægurmál

Matarheill

Ég er svo heppin að hafa kynnst GSA samtökunum sem er félagsskapur fólks sem hefur fengið lausn á vandamálum sínum tengdum mat. GSA samtökin byggja á Gráu síðunni og 12 spora kerfi AA samtakanna til að ná og viðhalda svokölluðu fráhaldi frá vanda sínum. Aðalega sykri og sterkjum. Ég hef viktað og mælt matinn minn í 437 daga ( 1310 máltíðir með einni undantekningu ) og fengið allt annað líf. Það var stórkostlegt að vera á málþingi um matafíkn í gær sem var einnig stofnfundur samtakanna Matarheill.

Matarheill mun verða opinn vettvangur þeirra sem leita lausna við matarvanda sem heilbrigðisvanda. Þótt matarfíkn sé ekki ennþá skilgreindur sem fíknisjúkdómur í heilbrigðiskerfinu er mjög margt sameiginlegt með öðrum fíknisjúkdómum. Í rannsóknum hefur sést að það verða svipaðar efnabreytinga í heilum þeirra sem eru með matrfíkn þegar þeir neyta sykurs eða annara skyldra efna og verða við inntöku alkohols eða fíkniefna hjá þeim sem eru háðir þeim efnum. Við erum heppin hér á Íslandi að það er hjálp að fá eins og í MFM (Matarfíknimiðsöðinni) og í 12 spora samtökum eins og OA og GSA. Ég held að stofnun Matarheilla sé mjög stórt skref í þessum málum og vil þakka Ester Helgu, Þorsteini og öllum hinum sem stóðu að undirbúningnum og óska þeim til hamingju með árángurinn. Það var yndislegt að vera með í gær.


mbl.is Hafa samtals lést um 1,1 tonn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband